Innlent

Tómas settur ráðu­neytis­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Tómas Brynjólfsson er skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Tómas Brynjólfsson er skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stjr

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóra skrifstofu efnahagsmála, í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins til 31. mars næstkomandi.

Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins, en Guðmundur Árnason lét af embætti ráðuneytisstjóra um nýliðin áramót og stendur til að auglýsa eftir nýjum ráðuneytisstjóra.

„Tómas er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics.

Hann var skipaður skrifstofustjóri í ráðuneytinu árið 2018. Áður hafði hann m.a. verið stjórnandi á EFTA-skrifstofunni í Brussel og unnið að efnahags- og fjármálamarkaðsmálum í stjórnarráðinu frá árslokum 2008,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna

Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×