Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 16:09 Sérsveitin er vel skipuð og gæti gert gæfumuninn í kvöld þegar Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á EM í handbolta. Hér er hópurinn í München í dag með Sonju fremsta í flokki. VÍSIR/VILHELM Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. „Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
„Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06
Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02