Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:00 Dagur færði nýjum borgarstjóra meðal annars handbók hans um Nýja Reykjavík og skóflu auk lyklanna að skrifstofunni. Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40