Handbolti

Mynda­syrpa frá mar­tröðinni gegn Ung­verja­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fólk mættir í sín fínasta pússi á leiki Íslands.
Fólk mættir í sín fínasta pússi á leiki Íslands. Vísir/Vilhelm

Ísland beið ósigur gegn Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppni EM karla í handknattleik í gær. Síðari hálfleikur var einn sá slakasti sem íslenska liðið hefur leikið lengi. 

Þrátt fyrir það er Ísland komið í milliriðil þar sem þjóðir á borð við Þýskalandi, Frakkland og Króatíu bíða. Áður en að því kemur er vert að benda á myndirnir hér að neðan en ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók þær líkt og aðrar myndir fyrir Vísi á mótinu.

Fólk gat leyft sér að brosa fyrir leik.Vísir/Vilhelm
Það var vel mætt.Vísir/Vilhelm
Gaman saman, allavega þegar Ísland er að vinna.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason reyna að miðla upplýsingum áleiðis.Vísir/Vilhelm
Aron komst lítt áleiðis.Vísir/Vilhelm
Það var kátt í höllinni framan af.Vísir/Vilhelm
Fólk lét vel í sér heyra.Vísir/Vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson flýgur um loftin.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson á fleygiferð.Vísir/Vilhelm
Stiven Valencia kom inn af bekknum.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon lenti í ungversku hakkavélinni.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson hóf leik í marki Íslands.Vísir/Vilhelm
Það var heldur þungt yfir mannskapnum.Vísir/Vilhelm
Gamanið var á enda í síðari hálfleik.Vísir/Vilhelm
Börnin sjá um að hugga feður sína að leik loknum.Vísir/Vilhelm
Einnig var þungt yfir leikmönnum Íslands.Vísir/Vilhelm
Íslenska liðið var ráðþrota.Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar svekktir í leikslok.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×