Fótbolti

Henderson fær að fara frá Sádi Arabíu og nálgast Ajax

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson með Jürgen Klopp þegar þeir unnu saman hjá Liverpool.
Jordan Henderson með Jürgen Klopp þegar þeir unnu saman hjá Liverpool. Getty/Peter Byrne

Enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson hefur náð samkomulagi við lið Al Etiffaq í Sádi Arabíu um að fá að losna undan samningi sínum og snúa aftur til Evrópu.

David Ornstein, blaðamaður á The Athletic, segir að Henderson og félagið séu að ganga frá starfslokum hans.

Al Etiffaq keypti hinn 33 ára gamla Henderson frá Liverpool í sumar og hann fékk mjög góðan samning hjá sádi-arabíska félaginu.

Á dögunum fréttist af því að Henderson vildi komast aftur til Evrópu. Málið hefur verið í vinnslu og hann er nú laus allra mála.

Ornstein segir enn fremur að Hendersen sé búinn að ákveða það að fara til hollenska liðsins Ajax og að samkomulag um það sé nánast í höfn.

Fyrrum fyrirliði Liverpool var ekki orðaður við endurkomu á Anfield þar sem hann spilaði í tólf ár frá 2011 til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×