Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 09:59 Þorvaldur segir að huga þurfi betur að náttúruvá þegar verið að er að byggja upp mannvirki og byggð. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. „Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Þetta er spurning um vilja en það er mikilvægt að við förum að hugsa aðeins um forvarnir og hvernig við getum búið okkur undir þessa atburði því að þeir munu endurtaka sig. Við erum í umbrotahrinu núna og þessir atburðir eru tíðir í augnablikinu,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta getur haldið áfram í einhvern tíma, eins og hefur komið fram. Þetta sem er í gangi akkúrat núna getur endurtekið sig á næstu vikum og mánuðum nokkrum sinnum og síðan getur sá fasi varað töluvert lengur, jafnvel einhver ár. Svo þegar það er búið þá fáum við kannski pásu í einhvern tíma en svo getur það byrjað aftur á annarri gosrein á Reykjanesskaganum og þetta mun endurtaka sig þannig.“ Ekki tekið tillit til náttúruvár Er Reykjanesskaginn algjört ólíkindatól? „Ekki svo mikið ólíkindartól. Við vitum nokkurn veginn hvað hann mun gera og hvert mynstrið almennt verður. En við vitum ekki nákvæma tímasetningu eða nákvæma staðsetningu fyrir fram. Það er ákveðin óvissa sem fylgir sem ég veit að er erfitt fyrir fólk að takast á við.“ Inntur eftir því hvort mannvirki hafi á undanförnum áratugum verið reist á „vitlausum stöðum“ á Reykjanesi, miðað við það sem vitað er, segir Þorvaldur það ekki endilega málið. „Við vorum kannski að reisa mannvirki og skipuleggja byggð án þess að hugsa um náttúruvána eða náttúruna, hvað hún getur gert á Reykjanesskaga. Við tókum ekki tillit til þess.“ Þurfi að plana betur til framtíðar Búið sé að kortleggja sprungur og fleira á landinu öllu, sem hægt sé að taka tillit til þegar innviðir og byggð er byggð upp. „Það er búið að gera heilmikið og við höfum notað þessi gögn. Það er hægt að vinna mat á vánni, gera hættumat og áhættumat, og við höfum gert langtímamat fyrir Reykjanesið. Það er til og hvar er líklegast að gjósi. Við vitum um það bil tíðni gosa,“ segir Þorvaldur. „Auðvitað þurfum við að plana til framtíðar og hugsa þetta fyrir fram. Sem dæmi, ef við teljum að einhverjir ákveðnir innviðir séu í hættu vegna hraunflæðis þá erum við búin að gera herma og spá fyrir um líklegustu leiðir, þá getum við farið að hugsa að setja þurfi upp einhverjar leiðavarnir hér og þar til að leiða hraunið frá innviðum og reyna að koma því í sjó fram, þar sem það veldur minnstum skaða.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Almannavarnir Skipulag Tengdar fréttir Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Telur ríkið eiga að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ríkið eigi að kaupa Grindvíkinga út og tekur þannig undir hugmyndir Vilhjálms Árnasonar, þingmanns sama flokks og íbúa í Grindavík. Þetta segir Óli Björn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2024 09:03
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27