„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2024 09:00 Einar Jónsson vill sjá leikmenn íslenska landsliðsins taka meiri ábyrgð. vísir/hulda margrét/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Einar gerði leik Íslands og Ungverjalands upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Rúnari Kárasyni. Íslenska liðið tapaði leiknum, 25-33, og fer stigalaust í milliriðla á EM í Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Íslendinga undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni í fyrra. „Ég held að Snorri eigi eftir að setja sín fingraför á þetta þegar fram líða stundir. Það er engin spurning. Ég treysti honum hundrað prósent til þess. Ég kalla eftir ábyrgð leikmanna,“ sagði Einar. Stefán Árni benti á að leikmenn íslenska liðsins hefðu bolað Guðmundi í burtu og varpaði þeim bolta til Einars. „Ég fékk heldur betur á baukinn þegar ég sagði þetta eftir síðasta stórmót,“ sagði Einar. „Mér fannst margt gagnrýnivert sem Guðmundur Guðmundsson gerði. En fannst hins vegar þáttur leikmannanna og hvernig þeir hegðuðu sér og voru í mótinu mjög gagnrýnivert. Eins og þú orðaðir þetta: Þeir boluðu Guðmundi Guðmundssyni í burtu og fengu sinn mann inn. Ég er ánægður með að Snorri sé kominn þarna inn en leikmennirnir verða líka að stíga upp og sýna að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Það er smá ábyrgð á þeirra höndum líka.“ Einar segir að það sé ekki alltaf hægt að skella skuldinni á þjálfarann þótt hann sé á endanum ábyrgur fyrir gengi liðsins. „Þetta eru samt sextán einstaklingar og það verður hver og einn að líta í eigin barm. Þeir verða að líta í spegil og segja: Ég er ekki búinn að geta fokking rassgat og þarf að rífa mig upp,“ sagði Einar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43 „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01 Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. 17. janúar 2024 22:43
„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. 17. janúar 2024 10:01
Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. 17. janúar 2024 08:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti