„Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður“ Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 23:00 Ármann Höskuldsson segist ekki sjá að Grinvíkingar snúi aftur heim til sín á þessu ári. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, segir ljóst að ekki sé búandi í Grindavík eins og staðan sé núna. Hann segir mikið þurfa að gera svo fólk geti flutt heim. „Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“ Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
„Bærinn er orðinn mjög óöruggur. Það eru kannski fyrst og fremst sprungurnar sem liggja í bænum sem ógna mönnum mest. Á meðan goshrinurnar eru að ganga yfir þá er kannski ekki ráðlegt að fólk sé í bænum, og þá þarf að finna fólki annan stað, sambærilegt og var gert í Vestmannaeyjum,“ sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir helsta muninn á stöðu Grindvíkinga núna og Eyjamanna árið 1973 þegar gaus í Heimaey vera að Grindvíkingar gætu þurft að vera lengur frá heimili sínu. Ástandið í Grindavík muni ekki leysast í ár „Það eru engin lát, land rís. Við vitum alveg að það koma fleiri gos. Miðað við hvað land er að rísa hratt á milli þá mun væntanlega vera stutt á milli gosa. Það þýðir að þetta óvissuástand heldur áfram allavega þetta ár. Og ég held alveg klárlega að við verðum ekkert farin að sjá fyrir endann á þessu fyrr en eftir einhver fimm til tíu ár.“ Ármann segir að þegar fari að gjósa í Eldvörpum geti fólk farið að tala um endalok gosa í Grindavík. Hafnarfjörður og Hveragerði gætu verið í hættu Aðspurður um hvort önnur byggð í Reykjanesskaga gæti verið í hættu segir Ármann að það hafi verið skoðað frá árinu 2021. „Erfiðasta svæðið í framtíðinni verður Hafnarfjörður. En kosturinn er sá að við erum búin að sjá hvernig þetta virkar og það þýðir að við getum farið að undirbúa og hanna og gera ráð fyrir því hvernig við bregðumst við ef eitthvað fer þar inn.“ Hann nefnir einnig að ef fari að gjósa við Hengilssvæðið gæti Hveragerði verið í hættu. „Þá er í sjálfu sér orðið stærra vandamál en er núna, því þá eru Hellisheiðavirkjun og Nesjavallavirkjun komnar í hættupakkann. Það þýðir að það færi að kólna hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu. Við búum hér langflest og þurfum mikið heitt vatn. Vonandi er lengra í það, en við verðum klárlega að fara að hugsa til framtíðar og fara að tengja þess ógn í allt skipulag hjá okkur. Þetta er komið til að vera og verður hér næstu 150 til 200 ár.“
Grindavík Hafnarfjörður Hveragerði Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira