Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:43 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Handbolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld.
Handbolti Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira