„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur reynt að efla trú leikmanna eftir tapið slæma gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti