Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 20:00 Erna Margrét Oddsdóttir er eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Vísir/Einar Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd
Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira