Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 09:32 Breiðfylking stéttarfélaga mun í dag ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu. Vísir Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara. Segja má að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, séu í uppnámi. Mikil samstaða var meðal samningsaðila til að byrja með en nú hafa SA lýst því yfir að kröfur um krónutöluhækkanir séu of brattar. Farið verði þess í stað í blandaða leið og tekið verði tillit til launsakriðs. „Þetta kemur okkur á óvart. Það var mikill samhljómur og við skynjuðum mikinn vilja til að geta gengið í þetta verkefni hratt og örugglega með það að markmiði að geta gengið frá samningum áður en sá samningur sem nú er að renna út gerði það. Það voru Samtök atvinnulífsins sem lögðu til sameiginlega yfirlýsingu á fundinum 28. desember. Við féllumst á hana og raunverulega fögnuðum henni, þessari miklu jákvæðni sem lá þarna í loftinu og sást með svo skýrum hætti í tillögunni um sameiginlega yfirlýsingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við fréttastofu. Skýringar um tónbreytingu að finna hjá SA Hún segir breiðfylkinguna hafa lagt öll spilin á borðið á þeim fundi og ekkert í þeirra kröfugerð hefði átt að koma SA á óvart. „Það var ekkert undanskilið, það var ekkert óljóst, það var ekkert sem seinna átti eftir að dúkka upp og gera það að verkum að sú nálgun sem við lögðum upp með stæðist ekki. Það var skýrt frá upphafi af okkar hálfu hvað við vorum að leggja til. Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins voru einstaklega jákvæð þannig að skýringarnar um það hvers vegna tónninn breyttist svo er að finna innan raða Samtaka atvinnulífsins.“ Hún segir að það verði rætt á fundi breiðfylkingarinnar, sem hefst klukkan tíu, hvort vísa eigi deilunni nú formlega til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist nokkuð viss um að það verði niðurstaða fundarins. „Við erum mjög sorgmædd, leið og reið yfir því í raun og veru að við skyldum ekki hafa náð saman. Við töldum okkur hafa lagt fram tillögur sem hefðu sannarlega stutt við markmið Seðlabankans enda var kostnaðarmat kröfugerðar okkar undir þeim áætlunum sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verði kostnaðarhækkanir á næstu þremur árum og vorum nokkuð viss um það að við gætum siglt þessu í höfn á þeim grunni,“ segir Vilhjálmur. Skilur ekki til hvers SA ætlast af launafólki Hann segir tal SA um launaskrið á íslenskum vinnumarkaði eitthvað sem stéttarfélögin geti ekki borið ábyrgð á. Þá segir hann SA ekki hafa gefið stéttarfélögunum nein merki á fyrstu fundum um að kröfugerð þeirra væri eitthvað sem SA gæti ekki fallist á. „Eftir tuttugu ára reynslu í kjaramálum gerir maður sér samt alveg grein fyrir að menn eiga síðan eftir að ræða tölurnar og koma sér saman um einhverja niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. En að kröfugerðin okkar hafi verið tekin niður um 1/3 gerist í raun ekki fyrr en í kring um 12. janúar. Það finnst okkur dálítið skrítið. Við vorum tilbúin að mæta því með því að slá niður um 10 prósent til að koma til móts við þau. Það dugði ekki til og þar erum við stödd,“ segir Vilhjálmur. Hann segir upphæðirnar til umræðu vera 16 þúsund krónur í vasann á mánuði fyrsta árið og 19 þúsund krónur árin tvö og þrjú. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvað Samtök atvinnulífsins ætlast til af launafólki miðað við allar þær hækkanir sem dunið hafa á launafólki, sama hvort það er af hálfu gjaldskrárhækkana ríkisins, sveitarfélaga og ég tala nú ekki um af hálfu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, tryggingafélaga, fjármálakerfisins og svo framvegis. Þessar kröfur lögðum við fram með það að markmiði að ná niður verðbólgu, ná niður vöxtum, laga tilfærslukerfin í samvinnu við stjórnvöld.“ Hann segist telja umtalsverðar líkur á að deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. „Það er hið hefðbundna ferli sem vinnulöggjöfin kveður á um. Það eru ekki nema fjórtán dagar þar til kjarasamningar renna út. Ríkissáttasemjari hefur verið í þessari vinnu með okkur, hefur verið á hverjum fundi þannig að það verður svo sem ekki mikil breyting.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segja má að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, séu í uppnámi. Mikil samstaða var meðal samningsaðila til að byrja með en nú hafa SA lýst því yfir að kröfur um krónutöluhækkanir séu of brattar. Farið verði þess í stað í blandaða leið og tekið verði tillit til launsakriðs. „Þetta kemur okkur á óvart. Það var mikill samhljómur og við skynjuðum mikinn vilja til að geta gengið í þetta verkefni hratt og örugglega með það að markmiði að geta gengið frá samningum áður en sá samningur sem nú er að renna út gerði það. Það voru Samtök atvinnulífsins sem lögðu til sameiginlega yfirlýsingu á fundinum 28. desember. Við féllumst á hana og raunverulega fögnuðum henni, þessari miklu jákvæðni sem lá þarna í loftinu og sást með svo skýrum hætti í tillögunni um sameiginlega yfirlýsingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við fréttastofu. Skýringar um tónbreytingu að finna hjá SA Hún segir breiðfylkinguna hafa lagt öll spilin á borðið á þeim fundi og ekkert í þeirra kröfugerð hefði átt að koma SA á óvart. „Það var ekkert undanskilið, það var ekkert óljóst, það var ekkert sem seinna átti eftir að dúkka upp og gera það að verkum að sú nálgun sem við lögðum upp með stæðist ekki. Það var skýrt frá upphafi af okkar hálfu hvað við vorum að leggja til. Viðbrögð Samtaka atvinnulífsins voru einstaklega jákvæð þannig að skýringarnar um það hvers vegna tónninn breyttist svo er að finna innan raða Samtaka atvinnulífsins.“ Hún segir að það verði rætt á fundi breiðfylkingarinnar, sem hefst klukkan tíu, hvort vísa eigi deilunni nú formlega til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist nokkuð viss um að það verði niðurstaða fundarins. „Við erum mjög sorgmædd, leið og reið yfir því í raun og veru að við skyldum ekki hafa náð saman. Við töldum okkur hafa lagt fram tillögur sem hefðu sannarlega stutt við markmið Seðlabankans enda var kostnaðarmat kröfugerðar okkar undir þeim áætlunum sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verði kostnaðarhækkanir á næstu þremur árum og vorum nokkuð viss um það að við gætum siglt þessu í höfn á þeim grunni,“ segir Vilhjálmur. Skilur ekki til hvers SA ætlast af launafólki Hann segir tal SA um launaskrið á íslenskum vinnumarkaði eitthvað sem stéttarfélögin geti ekki borið ábyrgð á. Þá segir hann SA ekki hafa gefið stéttarfélögunum nein merki á fyrstu fundum um að kröfugerð þeirra væri eitthvað sem SA gæti ekki fallist á. „Eftir tuttugu ára reynslu í kjaramálum gerir maður sér samt alveg grein fyrir að menn eiga síðan eftir að ræða tölurnar og koma sér saman um einhverja niðurstöðu sem báðir aðilar geta sætt sig við. En að kröfugerðin okkar hafi verið tekin niður um 1/3 gerist í raun ekki fyrr en í kring um 12. janúar. Það finnst okkur dálítið skrítið. Við vorum tilbúin að mæta því með því að slá niður um 10 prósent til að koma til móts við þau. Það dugði ekki til og þar erum við stödd,“ segir Vilhjálmur. Hann segir upphæðirnar til umræðu vera 16 þúsund krónur í vasann á mánuði fyrsta árið og 19 þúsund krónur árin tvö og þrjú. „Ég skil eiginlega ekki alveg hvað Samtök atvinnulífsins ætlast til af launafólki miðað við allar þær hækkanir sem dunið hafa á launafólki, sama hvort það er af hálfu gjaldskrárhækkana ríkisins, sveitarfélaga og ég tala nú ekki um af hálfu aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, tryggingafélaga, fjármálakerfisins og svo framvegis. Þessar kröfur lögðum við fram með það að markmiði að ná niður verðbólgu, ná niður vöxtum, laga tilfærslukerfin í samvinnu við stjórnvöld.“ Hann segist telja umtalsverðar líkur á að deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. „Það er hið hefðbundna ferli sem vinnulöggjöfin kveður á um. Það eru ekki nema fjórtán dagar þar til kjarasamningar renna út. Ríkissáttasemjari hefur verið í þessari vinnu með okkur, hefur verið á hverjum fundi þannig að það verður svo sem ekki mikil breyting.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07 Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21
Kuldi í kjaraviðræðum vegna deilna um launaskrið Nú þegar hálfur mánuður er þar til friðarskylda rennur út á almennum vinnumarkaði ásamt gildandi skammtímasamningum, er mikil óvissa komin í viðræður breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsforystan segir atvinnurekendur vilja minni krónutöluhækkanir vegna launaskriðs þeirra hærra launuðu. 18. janúar 2024 12:07
Hvetur félagsmenn til að halda aftur af hækkunum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun. 12. janúar 2024 12:01