„Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 06:09 Hildur segir að mathöll í Mjódd væri gott tækifæri til að lyfta hverfinu upp. Vísir/Arnar og Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. Í fundargerð ráðsins er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því fyrr í janúar en þar segir að unnið sé að skipulagi fyrir svæði sem nær yfir svo kallaða Norður-Mjódd, frá Álfabakka að Stekkjarbakka í norðri og ekki liggi fyrir skipulagsvinna um svæðið frá Álfabakka að Breiðholtsbraut. Innan skipulags Norður-Mjóddar sé gert ráð fyrir íbúðum og fjölbreyttri þjónustu á jarðhæð. Þá sé enn fremur gert ráð fyrir breytingum á skiptistöð Strætó í Mjóddinni samhliða innleiðingu Borgarlínu. „Nokkur óvissa ríkir því um framtíðarnýtingu húsnæðisins. Að því sögðu er ekki tímabært að ákveða aðra starfsemi í umræddu hús að svo stöddu,“ segir að lokum í umsögn Skipulagsfulltrúa. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs harma fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bókun að meirihlutinn felli tillögu þeirra. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar meirihlutans kjósi að fella tillögu um að tengja Göngugötuna í Mjódd og skiptistöð Strætó með sérstakri byggingu og að þar verði komið á fót mathöll í samstarfi við einkaaðila. Ljóst er að slík starfsemi myndi styrkja Mjóddina í sessi sem helstu verslunar- og þjónustumiðstöð í Breiðholti og bæta þjónustu við strætisvagnafarþega.“ Svæðið í Norður-Mjódd þar sem er verið að vinna að nýju skipulagi. Mynd/Reykjavíkurborg Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins tók undir það með sinni eigin bókun á fundinum þar sem hún, Kolbrún Baldursdóttir, benti enn fremur á að nýlega hefði matsölustaðnum Hjá Dóra verið lokað og að „íbúar því svolítið á einskismannslandi að sækja út fyrir hverfið í leit að góðum matsölustöðum.“ Hún segir mikilvægt að í framtíðarskipulagi sé gert ráð fyrir mathöll í Mjódd eða einhverju sambærilegu. Í Mjóddinni er nú þegar að finna einhvern veitingarekstur en þar er nú að finna Subway og Thai Select veitingastaður. Þá er auk þess þar að finna bakarí Bakarameistarans. Vilja að allt svæðið sé endurskipulagt Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að henni þyki afar leiðinlegt að tillagan hafi verið felld. Hún sé meðvituð um skipulagsbreytingar í Norður-Mjódd en telur það ekki útiloka að breytingar séu gerðar í Mjóddinni sjálfri. „Þetta skipulag í Norður-Mjódd hefur verið til umræðu og íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af hæð húsanna og samgöngumálum þarna,“ segir Hildur og að þau hafi tekið undir það. Flokkurinn hafi haldið góðan íbúafund í Breiðholti fyrir áramót þar sem það, ásamt öðru, hafi verið rætt. Hún segir að samhliða þessu hafi íbúar einnig bent á mikilvægi þess að endurskoðað sé allt skipulag í Mjóddinni, ekki bara norðurhluti svæðisins. Hildur Björnsdóttir segir Mjóddina ákveðna þungamiðju í Breiðholtinu og það sé eftirspurn eftir meiri þjónustu. Vísir/Vilhelm „Breiðholtið er stærðarinnar hverfi í Reykjavík og Mjóddin ákveðin þungamiðja. Það eru mörg tækifæri þarna. Hún er frábær að mörgu leyti en það er líka mikið svigrúm til breytinga. Við heyrum það frá íbúum að það er eftirspurn eftir meiri þjónustu á svæðinu og meiri veitingarekstri,“ segir Hildur og að það tali mjög inn á hugmyndir um „fimmtán mínútna hverfi“ þar sem fólk getur sótt alla þjónustu innan hverfis. „Tillagan er byggð á því en hún er líka hugsuð til að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega,“ segir Hildur en Mjóddin er ein af stóru skiptistöðvum strætisvagna í borginni. Alls ekki búin að gefast upp „Við höfum séð þetta á Hlemmi. Mathöllin þar er bæði biðstöð en líka lifandi veitingaþjónusta. Mathallir hafa verið byggðar upp víða um borgina og almennt verið mjög vinsælar og mikil ánægja með þær. Ég tel að þetta væri gott tækifæri til að lyfta hverfinu upp og myndi spila vel með öðrum rekstri á svæðinu, eins og til dæmis kvikmyndahúsinu,“ segir Hildur og að þannig gæti fólk átt skemmtilega kvöldstund í Mjóddinni. Spurð hvort mikil umræða hafi farið fram í ráðinu um tillöguna segir hún hana hafa verið afar stutta. „Umsögnin var stuttlega kynnt. Það var ekki mikil umræða því miður og það kom okkur á óvart. Ég held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík,“ segir Hildur og að hún hefði viljað sjá meiri umræðu í ráðinu um tillöguna. Hún segir þau Kjartan þó alls ekki búin að gefast upp. Þau muni halda áfram að berjast fyrir því að skipulag alls svæðisins verði tekið til endurskoðunar. Hægt er að kynna sér betur skipulagslýsingu Norður-Mjóddar hér. Fréttinni hefur verið breytt. Fyrst stóð að Dominos væri í Mjóddinni en staðnum var lokað um áramótin og fréttinni því breytt í samræmi við það. Uppfært 07:52 þann 23.1.2024. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Veitingastaðir Tengdar fréttir Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31 Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Í fundargerð ráðsins er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því fyrr í janúar en þar segir að unnið sé að skipulagi fyrir svæði sem nær yfir svo kallaða Norður-Mjódd, frá Álfabakka að Stekkjarbakka í norðri og ekki liggi fyrir skipulagsvinna um svæðið frá Álfabakka að Breiðholtsbraut. Innan skipulags Norður-Mjóddar sé gert ráð fyrir íbúðum og fjölbreyttri þjónustu á jarðhæð. Þá sé enn fremur gert ráð fyrir breytingum á skiptistöð Strætó í Mjóddinni samhliða innleiðingu Borgarlínu. „Nokkur óvissa ríkir því um framtíðarnýtingu húsnæðisins. Að því sögðu er ekki tímabært að ákveða aðra starfsemi í umræddu hús að svo stöddu,“ segir að lokum í umsögn Skipulagsfulltrúa. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs harma fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bókun að meirihlutinn felli tillögu þeirra. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að fulltrúar meirihlutans kjósi að fella tillögu um að tengja Göngugötuna í Mjódd og skiptistöð Strætó með sérstakri byggingu og að þar verði komið á fót mathöll í samstarfi við einkaaðila. Ljóst er að slík starfsemi myndi styrkja Mjóddina í sessi sem helstu verslunar- og þjónustumiðstöð í Breiðholti og bæta þjónustu við strætisvagnafarþega.“ Svæðið í Norður-Mjódd þar sem er verið að vinna að nýju skipulagi. Mynd/Reykjavíkurborg Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins tók undir það með sinni eigin bókun á fundinum þar sem hún, Kolbrún Baldursdóttir, benti enn fremur á að nýlega hefði matsölustaðnum Hjá Dóra verið lokað og að „íbúar því svolítið á einskismannslandi að sækja út fyrir hverfið í leit að góðum matsölustöðum.“ Hún segir mikilvægt að í framtíðarskipulagi sé gert ráð fyrir mathöll í Mjódd eða einhverju sambærilegu. Í Mjóddinni er nú þegar að finna einhvern veitingarekstur en þar er nú að finna Subway og Thai Select veitingastaður. Þá er auk þess þar að finna bakarí Bakarameistarans. Vilja að allt svæðið sé endurskipulagt Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að henni þyki afar leiðinlegt að tillagan hafi verið felld. Hún sé meðvituð um skipulagsbreytingar í Norður-Mjódd en telur það ekki útiloka að breytingar séu gerðar í Mjóddinni sjálfri. „Þetta skipulag í Norður-Mjódd hefur verið til umræðu og íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af hæð húsanna og samgöngumálum þarna,“ segir Hildur og að þau hafi tekið undir það. Flokkurinn hafi haldið góðan íbúafund í Breiðholti fyrir áramót þar sem það, ásamt öðru, hafi verið rætt. Hún segir að samhliða þessu hafi íbúar einnig bent á mikilvægi þess að endurskoðað sé allt skipulag í Mjóddinni, ekki bara norðurhluti svæðisins. Hildur Björnsdóttir segir Mjóddina ákveðna þungamiðju í Breiðholtinu og það sé eftirspurn eftir meiri þjónustu. Vísir/Vilhelm „Breiðholtið er stærðarinnar hverfi í Reykjavík og Mjóddin ákveðin þungamiðja. Það eru mörg tækifæri þarna. Hún er frábær að mörgu leyti en það er líka mikið svigrúm til breytinga. Við heyrum það frá íbúum að það er eftirspurn eftir meiri þjónustu á svæðinu og meiri veitingarekstri,“ segir Hildur og að það tali mjög inn á hugmyndir um „fimmtán mínútna hverfi“ þar sem fólk getur sótt alla þjónustu innan hverfis. „Tillagan er byggð á því en hún er líka hugsuð til að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega,“ segir Hildur en Mjóddin er ein af stóru skiptistöðvum strætisvagna í borginni. Alls ekki búin að gefast upp „Við höfum séð þetta á Hlemmi. Mathöllin þar er bæði biðstöð en líka lifandi veitingaþjónusta. Mathallir hafa verið byggðar upp víða um borgina og almennt verið mjög vinsælar og mikil ánægja með þær. Ég tel að þetta væri gott tækifæri til að lyfta hverfinu upp og myndi spila vel með öðrum rekstri á svæðinu, eins og til dæmis kvikmyndahúsinu,“ segir Hildur og að þannig gæti fólk átt skemmtilega kvöldstund í Mjóddinni. Spurð hvort mikil umræða hafi farið fram í ráðinu um tillöguna segir hún hana hafa verið afar stutta. „Umsögnin var stuttlega kynnt. Það var ekki mikil umræða því miður og það kom okkur á óvart. Ég held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík,“ segir Hildur og að hún hefði viljað sjá meiri umræðu í ráðinu um tillöguna. Hún segir þau Kjartan þó alls ekki búin að gefast upp. Þau muni halda áfram að berjast fyrir því að skipulag alls svæðisins verði tekið til endurskoðunar. Hægt er að kynna sér betur skipulagslýsingu Norður-Mjóddar hér. Fréttinni hefur verið breytt. Fyrst stóð að Dominos væri í Mjóddinni en staðnum var lokað um áramótin og fréttinni því breytt í samræmi við það. Uppfært 07:52 þann 23.1.2024.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Veitingastaðir Tengdar fréttir Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31 Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31
Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. 27. febrúar 2023 16:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent