Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. janúar 2024 15:28 Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 9 mörk í dag. Vísir/Vilhelm Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. Skiptust liðin á að skora fyrstu mínútur leiksins og lítið um markvörslu. Haukar komust svo tveimur mörkum yfir á 9. mínútu leiksins, staðan 3-5. ÍR hleypti hins vegar Haukum ekkert lengra fram úr sér. Á 24. mínútu leiksins snerist leikurinn við en þá var staðan 8-10 Haukum í vil. Fram að hálfleik náði ÍR að læsa vörninni hjá sér og Ísabella Schöbel Björnsdóttir í marki heimakvenna að verja hvern boltann á fætur öðrum í markinu. Haukar skoruðu aðeins eitt mark fram að hálfleik á þessum kafla á meðan ÍR skoraði fimm mörk. Staðan því 13-11 fyrir ÍR þegar flautað var til hálfleiks. ÍR hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks á meðan Haukakonur virtust vera ráðvilltar á báðum endum vallarins. Staðan 17-12 fyrir ÍR eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik. ÍR hélt í tveggja til fjögurra marka forystu stærstan hluta síðari hálfleiksins og virtust ætla að sigla heim góðum sigri. Á 54. mínútu leiksins tók Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, leikhlé í stöðunni 25-23. Eftir það leikhlé snerist leikurinn við. Á næstu fjórum mínútum kom 4-2 kafli hjá Haukum og staðan orðin jöfn 27-27 og lokamínúta leiksins að hefjast. Haukar tóku þá aftur leikhlé og stilltu svo upp í sókn sem skilaði marki. ÍR tók leikhlé um leið en aðeins tíu sekúndur voru eftir af leiknum þá. Var lokasókn ÍR-inga algjörlega misheppnuð og hrepptu því Haukakonur sigurinn. Af hverju unnu Haukar? Lukkudísirnar sveimuðu yfir Hauka liðinu á lokakafla leiksins á meðan sóknarleikur ÍR-inga hikstaði. Það var í raun ótrúlegt að Haukar hafi unnið leikinn miðað við hvernig hann spilaðist og hversu öruggar ÍR-stelpur voru í öllum sínum aðgerðum í gegnum allan leikinn. Hálfgert kraftaverk. Hverjar stóðu upp úr? Sem fyrr leiddi Elín Klara Þorkelsdóttir markaskorun Hauka í leiknum en hún endaði með níu mörk. Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikmaður Hauka, var gífurlega örugg í allri sinni færanýtingu, fimm mörk úr jafn mörgum skotum á þeim bænum. Hjá ÍR var Karen Tinna Demian markahæst með átta mörk og spilaði einnig flotta vörn og endaði með þrjá stolna bolta. Annars átti engin leikmaður ÍR slakan leik í dag og því erfitt að gera upp á milli þeirra í þessum dálki. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Hauka meginþorra leiksins var ekki góður í dag þar sem margir leikmenn liðsins voru ekki spila vel á þeim enda vallarins. Það mætti þó einnig kenna frábærum varnarleik ÍR-liðsins um það en hann var algjörlega fyrsta flokks í dag. Hvað gerist næst? Haukar mæta Stjörnunni í TM Höllinni á miðvikudaginn klukkan 19:30. ÍR á ekki leik fyrr en eftir viku þegar Afturelding kemur í heimsókn klukkan 17:00. Díana Guðjónsdóttir: Við bara stálum þessu Díana Guðjónsdóttir var ánægð með stigin tvö.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, var enn að jafna sig á lokakafla leiksins þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leik. „Við erum í basli varnarlega og sóknarlega í dag. Mér fannst þetta vera áframhald af seinni hálfleiknum á móti Val í síðasta leik. Við erum líka í dag með allt of marga leikmenn, því miður, sem eru off bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Díana. Díönu fannst leikmenn Hauka bregðast vel við á lokakafla leiksins þegar allt var undir þrátt fyrir dapran leik heilt yfir. „Leikmenn fara að þora fannst mér og það kom aðeins betra flot á boltann. Við erum því miður þegar illa gengur að fara í allt of mikið af niðurstungum þar sem tempóið í sóknarleiknum fer og mér fannst við gera það aðeins betur núna í restina. Varnarlega urðum við aðeins þéttari en þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu og við þurfum bara að skoða það.“ „Þetta ÍR-lið er sterkt, þetta eru frábærar stelpur í handbolta og með frábæran þjálfara og þær kunna þetta alveg. Þær eru líka búnar að bæta við sig síðan fyrir áramót og auðvitað er frábært að taka þetta en ég get alveg sagt það hérna að við bara stálum þessu. Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn og við vorum alveg í leikjum fyrir áramót þar sem við vorum kannski tveimur, þremur undir þegar það voru 10-15 mínútur eftir en náðum samt að klára. Við þurfum samt að skoða þetta og við þurfum líka bara að skoða eins og í dag erum við með allt of marga leikmenn sem eru off finnst mér, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær verða kannski að fara í smá naflaskoðun bara sjálfar hvernig þær eru að mæta til leiks og hvað þær ætla að gera,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Haukar
Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28. Skiptust liðin á að skora fyrstu mínútur leiksins og lítið um markvörslu. Haukar komust svo tveimur mörkum yfir á 9. mínútu leiksins, staðan 3-5. ÍR hleypti hins vegar Haukum ekkert lengra fram úr sér. Á 24. mínútu leiksins snerist leikurinn við en þá var staðan 8-10 Haukum í vil. Fram að hálfleik náði ÍR að læsa vörninni hjá sér og Ísabella Schöbel Björnsdóttir í marki heimakvenna að verja hvern boltann á fætur öðrum í markinu. Haukar skoruðu aðeins eitt mark fram að hálfleik á þessum kafla á meðan ÍR skoraði fimm mörk. Staðan því 13-11 fyrir ÍR þegar flautað var til hálfleiks. ÍR hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt í upphafi síðari hálfleiks á meðan Haukakonur virtust vera ráðvilltar á báðum endum vallarins. Staðan 17-12 fyrir ÍR eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik. ÍR hélt í tveggja til fjögurra marka forystu stærstan hluta síðari hálfleiksins og virtust ætla að sigla heim góðum sigri. Á 54. mínútu leiksins tók Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, leikhlé í stöðunni 25-23. Eftir það leikhlé snerist leikurinn við. Á næstu fjórum mínútum kom 4-2 kafli hjá Haukum og staðan orðin jöfn 27-27 og lokamínúta leiksins að hefjast. Haukar tóku þá aftur leikhlé og stilltu svo upp í sókn sem skilaði marki. ÍR tók leikhlé um leið en aðeins tíu sekúndur voru eftir af leiknum þá. Var lokasókn ÍR-inga algjörlega misheppnuð og hrepptu því Haukakonur sigurinn. Af hverju unnu Haukar? Lukkudísirnar sveimuðu yfir Hauka liðinu á lokakafla leiksins á meðan sóknarleikur ÍR-inga hikstaði. Það var í raun ótrúlegt að Haukar hafi unnið leikinn miðað við hvernig hann spilaðist og hversu öruggar ÍR-stelpur voru í öllum sínum aðgerðum í gegnum allan leikinn. Hálfgert kraftaverk. Hverjar stóðu upp úr? Sem fyrr leiddi Elín Klara Þorkelsdóttir markaskorun Hauka í leiknum en hún endaði með níu mörk. Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikmaður Hauka, var gífurlega örugg í allri sinni færanýtingu, fimm mörk úr jafn mörgum skotum á þeim bænum. Hjá ÍR var Karen Tinna Demian markahæst með átta mörk og spilaði einnig flotta vörn og endaði með þrjá stolna bolta. Annars átti engin leikmaður ÍR slakan leik í dag og því erfitt að gera upp á milli þeirra í þessum dálki. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur Hauka meginþorra leiksins var ekki góður í dag þar sem margir leikmenn liðsins voru ekki spila vel á þeim enda vallarins. Það mætti þó einnig kenna frábærum varnarleik ÍR-liðsins um það en hann var algjörlega fyrsta flokks í dag. Hvað gerist næst? Haukar mæta Stjörnunni í TM Höllinni á miðvikudaginn klukkan 19:30. ÍR á ekki leik fyrr en eftir viku þegar Afturelding kemur í heimsókn klukkan 17:00. Díana Guðjónsdóttir: Við bara stálum þessu Díana Guðjónsdóttir var ánægð með stigin tvö.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, var enn að jafna sig á lokakafla leiksins þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leik. „Við erum í basli varnarlega og sóknarlega í dag. Mér fannst þetta vera áframhald af seinni hálfleiknum á móti Val í síðasta leik. Við erum líka í dag með allt of marga leikmenn, því miður, sem eru off bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Díana. Díönu fannst leikmenn Hauka bregðast vel við á lokakafla leiksins þegar allt var undir þrátt fyrir dapran leik heilt yfir. „Leikmenn fara að þora fannst mér og það kom aðeins betra flot á boltann. Við erum því miður þegar illa gengur að fara í allt of mikið af niðurstungum þar sem tempóið í sóknarleiknum fer og mér fannst við gera það aðeins betur núna í restina. Varnarlega urðum við aðeins þéttari en þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu og við þurfum bara að skoða það.“ „Þetta ÍR-lið er sterkt, þetta eru frábærar stelpur í handbolta og með frábæran þjálfara og þær kunna þetta alveg. Þær eru líka búnar að bæta við sig síðan fyrir áramót og auðvitað er frábært að taka þetta en ég get alveg sagt það hérna að við bara stálum þessu. Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn og við vorum alveg í leikjum fyrir áramót þar sem við vorum kannski tveimur, þremur undir þegar það voru 10-15 mínútur eftir en náðum samt að klára. Við þurfum samt að skoða þetta og við þurfum líka bara að skoða eins og í dag erum við með allt of marga leikmenn sem eru off finnst mér, bæði sóknarlega og varnarlega. Þær verða kannski að fara í smá naflaskoðun bara sjálfar hvernig þær eru að mæta til leiks og hvað þær ætla að gera,“ sagði Díana að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti