Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 15:19 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Fitness sport. Vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt. Lyf Verslun Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt.
Lyf Verslun Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira