Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við jarðeðlisfræðing á Veðurstofunni sem var við mælingar í Grindavík í dag og farið yfir næstu skref með lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þá heyrum við í innviðaráðherra sem er ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Of margir Grindvíkingar séu þó í óviðunandi húsnæði eða búi við mikla óvissu.
Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að myglu- og rakaskemmdir hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Þá förum við yfir stöðuna á Gaza og verðum í beinni frá Austurvelli þar sem við tökum stöðuna á mótmælendum sem þurfa að fækka tjöldum sínum samkvæmt nýjum reglum auk þess sem við kynnum okkur fallegustu bókakápur ársins sem voru valdar í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.