Missti áhugann á fótbolta og á nú fyrirtæki sem metið er á rúmlega hundrað milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Jota í leik með Aston Villa. Neville Williams/Getty Images José Ignacio Peleteiro Ramallo, betur þekktur sem Jota, er nafn sem ef til vill harðasta stuðningsfólk Aston Villa man eftir en þessi 32 ára Spánverji á í dag landbúnaðarfyrirtæki sem metið er á fleiri hundruð milljarða. Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag. Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag.
Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira