Handbolti

EM í dag: Fastur í lyftu og fífl­dirfska Óðins

Sindri Sverrisson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ótrúlegt mark gegn Frökkum í gær.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ótrúlegt mark gegn Frökkum í gær. Vísir/Vilhelm

Það hefur ekki verið yfir miklu að gleðjast fyrir Íslendinga á Evrópumótinu í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru heldur súrir á svipinn í nýjasta þætti EM í dag en sáu ljósa punkta.

Farið var yfir leikinn við Frakka í gær, þar sem Ólympíumeistararnir pökkuðu hreinlega okkar strákum saman.

Þátturinn var tekinn upp í Lanxess Arena í Köln sem þrátt fyrir að vera stórglæsilegt mannvirki er reyndar ekki með allar lyftur í lagi.

Frakkarnir þurftu aldrei að fara í fimmta gír en það voru þó ljósir punktar og þá sérstaklega einn fífldjarfur Óðinn Þór Ríkharðsson og ekki síður „leynivopnið“ Haukur Þrastarson sem átti frábæra innkomu.

Þátt dagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - tíundi þáttur

Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×