Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Land rís enn við Svartsengi og er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Búast mað við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur. 

Rætt verður við formann bæjarráðs Grindavíkur, sem segir margt hafa mátt fara betur í aðgerðum stjórnvalda vegna jarðhræringa og eldgoss í Grindavík. Mikill pirringur sé meðal íbúa og andleg heilsa þeirra ekki góð.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×