Fallegustu bækur í heimi til sýnis í Garðabæ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2024 15:45 Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT. Vísir/Einar Fallegustu bækur í heimi eru nú til sýnis á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Grafískur hönnuður segir að í bókverkunum sé hugsað út í minnstu smáatriði, allt frá staðsetningu blaðsíðutalsins og því hvernig titlar séu settir upp. FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“ Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
FÍT, Félag íslenskra teiknara, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Stiftung Buchkunst standa fyrir sýningunni Best Book Design from all over the World 2023. Sýningin var opnuð á föstudag og stendur yfir næsta mánuðinn. Sýnt var frá opnuninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Í ár bárust 600 bækur í keppnina frá 30 löndum. Fjórtán þeirra voru verðlaunaðar, bækur frá Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Grikklandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Sviss og Suður Kóreu. Fallegasta bókin kemur frá Sviss Aðalverðlaunin í ár hlaut bókin Susi + Ueli Berger. Kunst am Bau und im öffentlichen Raum 1968-2008. „Bókin er stuðningsrit við sýningu sem var sett upp með verkum Susi og Ueli en það ætti frekar horfa á hana sem sjálfstæða upplifun af verkum þeirra“ segir í umfjöllum dómnefndarinnar. Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og stjórnarmaður hjá FÍT, útskýrir að vinningsbókin fjalli um sýningu sem gerð var um ævistarf höfundanna í Sviss. „Í umsögn dómnefndar er talað um að henni séu gerð önnur skil heldur en sýningin, bókverkið stendur eitt og sér. Hún gerir efninu mjög góð skil,“ segir Anton. Verðlaunabækurnar eru mjög fjölbreyttar en að sögn Arnars er ekki eitthvað eitt skilyrði sem þarf að uppfylla til að teljast sem „falleg bók.“ Það er svolítið einmitt að virða viðfangsefnið og bókin ætti algjörlega að endurspegla viðfangsefnið sjálft. Hann nefnir dæmi um aðra bók eftir danskan listamann þar sem prentað er báðum megin og virðist sem túss komi í gegnum blaðsíðurnar. Ein af verðlaunabókunum sem eru til sýnis á sýningunni. Vísir/Einar Átt að fá tilfinningu fyrir viðfangsefninu Aðspurður um hvað það sé sem einkenni góða bókahönnun segir Anton að ákvarðanir um pappírsval, letur og umbrot verði að taka út frá viðfangsefninu. „Þegar þú flettir bókinni og bókverkum eins og þessum, þá áttu að fá einhverskonar tilfinningu fyrir viðfangsefninu sem slíku. Svo náttúrulega þessi vandvirkni í öllum atriðum, ef þú skoðar þessar bækur og hvar blaðsíðutalið er, hvernig titlarnir eru settir upp, þetta er allt úthugsað.“
Bókmenntir Tíska og hönnun Bókaútgáfa Sýningar á Íslandi Garðabær Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira