Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 17:55 Kristian Nökkvi í leik dagsins. ANP/Getty Images Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu. Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum. Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel. Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil. #ajarkc— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024 Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Willum skoraði er Ernirnir komst aftur á sigurbraut Willum Þór Willumsson skoraði fyrra mark Go Ahead Eagles er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 15:23