Fótbolti

Albert tryggði sigurinn af víta­punktinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert fagnar sigurmarki sínu.
Albert fagnar sigurmarki sínu. Francesco Pecoraro/Getty Images

Albert Guðmundsson tryggði Genoa 2-1 útisigur á Salernitana í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Heimamenn í Salernitana komust yfir snemma leiks en gestirnir í Genoa jöfnuðu metin ekki löngu síðar og staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Genoa vítaspyrnu. Albert fór á punktinn og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Þetta var 9. deildarmark hans í aðeins 19 leikjum á leiktíðinni. Þá hefur hann gefið tvær stoðsendingar.

Lokatölur 1-2 og nýliðar Genoa komnir upp í 11. sæti með 25 stig, átta frá fallsæti.


Tengdar fréttir

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×