Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham en hún hefur ekki leikið með liðinu undanfarna mánuði þar sem hún er ólétt í annað sinn. Hamrarnir ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabil en sem stendur er liðið í bullandi fallbaráttu.
Ekki skánaði það í kvöld þegar nágrannarnir í Tottenham sóttu West Ham heim og nældu í þrjú stig þökk sé dramatískur 4-3 útisigur. Hamrarnir náðu að jafna metin í 3-3 eftir að lenda 3-1 undir allt til þess að tapa 4-3.
Grace Clinton var allt í öllu hjá Tottenham en hún skoraði tvö markanna og gaf eina stoðsendingu, það mark skoraði Celin Bizet Ildhusoy. Það var svo Jessica Naz sem skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Risa Shimizu, Viviane Asseyi og Amber Tysiak skoruðu mörk Hamranna.
Eftir leiki dagsins er Chelsea sem fyrr á toppnum, nú með 28 stig. Þar á eftir koma Man City og Arsenal með 25 stig. Man United, Liverpool og Tottenham eru síðan með 18 stig hvert.
Aston Villa er með 12 stig, Brighton 11 líkt og Everton. Leicester City er með 10 stig á meðan West Ham og Bristol City, botnlið deildarinnar, eru með 5 stig.
Önnur úrslit í dag
- Chelsea 3-1 Manchester United
- Manchester City 5-1 Liverpool
- Brighton & Hove Albion 3-2 Bristol City