Verbúðin Ísland Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 22. janúar 2024 06:30 Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun