Vann PGA-mót en sá sem lenti í 2. sæti fékk allt verðlaunaféð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 09:31 Nick Dunlap faðmar mömmu sína eftir sigurinn á The American Express mótinu. getty/Sean M. Haffey Sigurvegarinn á The American Express mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi mátti ekki fá eina og hálfa milljón dollara í verðlaunafé. Hinn tvítugi Nick Dunlap gerði sér lítið fyrir og vann The American Express um helgina. Hann er fyrsti áhugamaðurinn í 33 ár sem vinnur mót á PGA-mótaröðinni, eða síðan Phil Mickelson vann Northern Telecom Open 1991. Verðlaunin fyrir að vinna mótið er ein og hálf milljón Bandaríkjadala, eða um 206 milljónir íslenskra króna. En þar sem Dunlap er áhugamaður má hann ekki þiggja verðlaunaféð. Þess í stað fær sá sem lenti í 2. sæti, Suður-Afríkumaðurinn Christiaan Bezuidenhout, milljónirnar 206. Dunlap, sem er á öðru ári í Alabama háskólanum, var aðeins að keppa á sínu fjórða móti á PGA-mótaröðinni. Hann er sjöundi áhugamaðurinn sem vinnur mót á mótaröðinni síðan 1945. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn tvítugi Nick Dunlap gerði sér lítið fyrir og vann The American Express um helgina. Hann er fyrsti áhugamaðurinn í 33 ár sem vinnur mót á PGA-mótaröðinni, eða síðan Phil Mickelson vann Northern Telecom Open 1991. Verðlaunin fyrir að vinna mótið er ein og hálf milljón Bandaríkjadala, eða um 206 milljónir íslenskra króna. En þar sem Dunlap er áhugamaður má hann ekki þiggja verðlaunaféð. Þess í stað fær sá sem lenti í 2. sæti, Suður-Afríkumaðurinn Christiaan Bezuidenhout, milljónirnar 206. Dunlap, sem er á öðru ári í Alabama háskólanum, var aðeins að keppa á sínu fjórða móti á PGA-mótaröðinni. Hann er sjöundi áhugamaðurinn sem vinnur mót á mótaröðinni síðan 1945.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira