Höfðingjar, hrafnar, ljón og gullgrafarar einum sigri frá stóra leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 08:46 Patrick Mahomes fagnar sigri Kansas City Chiefs í Buffalo í nótt. Getty/Timothy T Ludwig Eftir leiki helgarinnar eru aðeins þrír leikir eftir af NFL-tímabilinu og ljóst hvaða fjögur lið keppa um eftirsóttu sætin í leiknum um Ofurskálina í ár. Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40. NFL Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Þeir sem vildu vita hvort Kansas City Chiefs liðið gæti unnið á útivelli í úrslitakeppninni fengu svar við því í nótt. Höfðingjarnir hans Patrick Mahomes komust þá áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti Baltimore Ravens. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinna mætast síðan San Francisco 49ers og Detroit Lions. Þetta var fyrsti útileikur Chiefs í úrslitakeppni síðan Mahomes tók við sem leikstjórnandi en hann og félagar náðu enn á ný að vinna nauman sigur á Buffalo Bills, 27-24, í miklum spennuleik. Chiefs hefur þar með slegið út Bills liðið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og er ennfremur komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð. Chiefs liðið er ríkjandi NFL-meistari en lið hefur ekki varið titilinn síðan New England Patriots gerði það 2003 og 2004. Bills fékk tækifæri undir lokin til að koma leiknum í framlengingu en vallarmarkstilraun Tyler Bass af 44 jarda færi fór framhjá. Samvinna Mahomes og Travis Kelce var einn á ný til mikillar fyrirmyndar en Kelce skoraði tvö snertimörk í leiknum. Með því slógu þeir félagar Mahomes og Kelce met Tom Brady og Rob Gronkowski yfir flestar snertimarkssendingar í sögu úrslitakeppninnar milli leikstjórnanda og liðsfélaga. Þessar voru númer 15 og 16. Detriot Lions liðið hélt áfram ævintýri sínu en fyrir viku unnu þeir sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í 32 ár og í gær komust Ljónin í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 31-23 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Detriot hefur unnið titilinn í ameríska fótboltanum en engan þeirra eftir 1967 þegar fyrsti Super Bowl leikurinn fór fram. Lions liðið er aðeins eitt af fjórum félögum í deildinni sem hefur aldrei komist í Super Bowl en liðið er nú bara einum sigri frá því. San Francisco 49ers vann 24-21 endurkomusigur á Green Bay Packers á laugardaginn en áður hafði Baltimore Ravens unnið 34-10 stórsigur á Houston Texans. Christian McCaffrey tryggði 49ers sigurinn með snertimarki í lokin. Úrslitaleikir deildanna fara fram næstkomandi sunnudag. Leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma og leikur San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.40.
NFL Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti