Bróðir Kelce ber að ofan í svítunni með Taylor Swift Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 14:30 Jason Kelce hafði mjög gaman af afrekum litla bróður í leiknum í nótt. Hér fagnar hann öðru af snertimörkum Travis Kelce í leiknum. Skjámynd/X Kansas City Chiefs komst í nótt í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar sjötta árið í röð og ekki í fyrsta sinn þökk sé góðri frammistöðu innherjans Travis Kelce. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er að ná hámarki. Travis skoraði tvö snertimörk í leiknum og það var afar mikilvægt fyrir Chiefs liðið í naumum 27-24 sigri á Buffalo Bills. Jason Kelce tapaði fyrir litla bróður sínum Travis í Super Bowl í fyrra en að þessu sinni eru Jason og félagar í Philadelphia Eagles úr leik. Wondering if a cutaway of a shirtless @JasonKelce screaming and holding a beer to celebrate his brother s touchdown is ruining anyone s entertainment value of this game out there. pic.twitter.com/HIvejHNWk7— Rich Eisen (@richeisen) January 22, 2024 Jason var því mættur til Buffalo í nótt til að styðja bróður sinn og hann var að sjálfsögðu með allri stórfjölskyldunni í svítunni með Taylor Swift. Swift, óumdeilanlega stærsta tónlistastjarna heimsins í dag, er kærasta Travis Kelce og hún hefur mætt mjög vel á leiki Kansas City Chiefs á þessu tímabili. Jason hefur náttúrulega ekkert verið á svæðinu enda að spila sjálfur. Nú er almennt búist við því að Jason hafi spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var mættur í nótt og augljóslega mættur til að skemmta sér. Áhugi á Taylor Swift þýðir að sjónvarpsvélarnar eru duglegar að sýna myndir frá svítunni hennar. Þar var Jason oft í mynd en hann hafði greinilega mjög gaman af öllu saman. Hápunkturinn var eflaust þegar kappinn reif sig úr að ofan og fangaði gríðarlega afrekum litla bróður síns. Það er ekki oft sem einhver nær að stela sviðsljósinu frá Taylor Swift en það var þannig í nótt. Only Jason Kelce could upstage Taylor Swift: pic.twitter.com/RGA4JUhxQx— Garth Gagnier (@Grrr22) January 22, 2024 NFL Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Travis skoraði tvö snertimörk í leiknum og það var afar mikilvægt fyrir Chiefs liðið í naumum 27-24 sigri á Buffalo Bills. Jason Kelce tapaði fyrir litla bróður sínum Travis í Super Bowl í fyrra en að þessu sinni eru Jason og félagar í Philadelphia Eagles úr leik. Wondering if a cutaway of a shirtless @JasonKelce screaming and holding a beer to celebrate his brother s touchdown is ruining anyone s entertainment value of this game out there. pic.twitter.com/HIvejHNWk7— Rich Eisen (@richeisen) January 22, 2024 Jason var því mættur til Buffalo í nótt til að styðja bróður sinn og hann var að sjálfsögðu með allri stórfjölskyldunni í svítunni með Taylor Swift. Swift, óumdeilanlega stærsta tónlistastjarna heimsins í dag, er kærasta Travis Kelce og hún hefur mætt mjög vel á leiki Kansas City Chiefs á þessu tímabili. Jason hefur náttúrulega ekkert verið á svæðinu enda að spila sjálfur. Nú er almennt búist við því að Jason hafi spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hann var mættur í nótt og augljóslega mættur til að skemmta sér. Áhugi á Taylor Swift þýðir að sjónvarpsvélarnar eru duglegar að sýna myndir frá svítunni hennar. Þar var Jason oft í mynd en hann hafði greinilega mjög gaman af öllu saman. Hápunkturinn var eflaust þegar kappinn reif sig úr að ofan og fangaði gríðarlega afrekum litla bróður síns. Það er ekki oft sem einhver nær að stela sviðsljósinu frá Taylor Swift en það var þannig í nótt. Only Jason Kelce could upstage Taylor Swift: pic.twitter.com/RGA4JUhxQx— Garth Gagnier (@Grrr22) January 22, 2024
NFL Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira