Innlent

Svan­dís með krabba­mein og í veikinda­leyfi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Ívar

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun.

Hún greinir frá þessu sjálf á Facebook síðu sinni. Hún segist munu ganga undir aðgerð og viðeigandi meðferð á næstu vikum.

„Ég geng upprétt til móts við þetta stóra verkefni, æðrulaus og bjartsýn. Allir mínir kraftar munu fara í það með fólkið mitt mér við hlið.“

Þá biður Svandís fjölmiðla um næði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði fyrr í dag lagt fram vantrauststillögu á hendur Svandísi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun hvalveiða á síðasta ári og mat umboðsmanns um að sú reglugerð hefði ekki verið lögmæt.

Áður hafði Svandís í morgun sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi vantrauststillögu. Hún sagðist ætla að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins.


Tengdar fréttir

Hissa yfir við­brögðum Svan­dísar og segir þau von­brigði

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag.

Svan­dís grípur til að­gerða þótt lög­fræði­á­lit segi að þess þurfi ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×