Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti óvænt í dag að hún væri komin í veikindaleyfi eftir að hún fékk að vita í morgun að hún væri með krabbamein. Vantrauststillaga sem Flokkur fólksins hafði þá nýlega lagt fram var dregin til baka.

Við ræðum við forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um tíðindin og næstu skref. Þá heyrum við einnig í þingflokksformanni Sjálfstæðisflokk og formanni Flokks fólksins um stöðuna.

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir sem eiga að koma Grindvíkingum í skjól. Við förum yfir þær og fáum álit Grindvíkings á tillögunum.

Við sjáum einnig myndir frá mótmælum á Austurvelli í dag og ræðum við formann Eflingar í beinni um viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum auk þess sem Magnús Hlynur heimsækir unga stúlku á Selfossi sem málar andlitsmyndir sem hafa vakið mikla athygli.

Og í Íslandi í dag heyrum við sögu fimm manna fjölskyldu úr Grindavík; hvernig lífið hefur breyst, hvaða áhrif þetta hefur haft á börnin og hvað sé fram undan.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×