Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2024 00:14 Palestínsk móðir grætur með særða dóttur sína í fanginu. Ástandið versnar dag frá degi í Gasa, meira en 25 þúsund eru látin og fjórðungur íbúa býr við hungurmörk. AP/Mohammed Dahman Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira