Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2024 00:14 Palestínsk móðir grætur með særða dóttur sína í fanginu. Ástandið versnar dag frá degi í Gasa, meira en 25 þúsund eru látin og fjórðungur íbúa býr við hungurmörk. AP/Mohammed Dahman Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Tugir aðstandenda gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða ruddust inn á fund fjármálanefndar í ísraelska þinginu í dag. Fólkið hélt á lofti skilti með áletruninni „Þið getið ekki setið hér á meðan börnin okkar deyja þar“ og hvatti þingmenn til að beita sér í málinu. Enn eru 130 sagðir í haldi en yfir hundrað gíslum var sleppt úr haldi í lok nóvember þegar sex daga vopnahlé stóð yfir. Þrýstingurinn á Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, eykst bæði innanlands og utan. Hann hefur lýst því yfir við Ísraela að áframhaldandi árásir inn í Gasa séu eina leiðin til að koma gíslunum aftur heim. Á sama tíma hafnar hann kröfum Bandaríkjanna um tveggja ríkja lausn. Friður og stöðugleiki ekki byggður upp með hernaði Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna funduðu í dag í Brussel í dag um tveggja ríkja lausn með sjálfstæðri Palestínu til að leysa deiluna. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagðist í morgun hættur að ræða um friðarferli, aðeins leiðir að tveggja ríkja lausn. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að koma þurfi á tveggja ríkja lausn.AP/Petr David Josek „Hvaða aðrar lausnir hafa þeir í huga? Að láta alla Palestínumennina fara? Að drepa þá alla? 25 þúsund hafa nú fallið á Gasa, sjötíu prósent þeirra eru konur og börn. Leiðin til að tortíma Hamas er sannarlega ekki sú leið sem þeir fara því þeir eru að sá hatri næstu kynslóða,“ sagði Josep Borell, uranríkismálastjóri ESB í dag. „Við höfum í huga hvað Hamas er, hvað Hamas hefur gert og við höfnum því sannarlega og fordæmum. En friður og stöðugleiki verður ekki byggður upp með hernaði,“ sagði hann einnig. Einn af hverjum fjórum Palestínumönnum sveltur Ísraelar hafa haldið árásum sínum áfram við og inni í borginni Khan Younis á suðurhluta Gasa. Fjöldi palestínskra fjölskyldna hefur flúið borgin sem hefur legið undir árásum í margar vikur. Net- og símasamband á Gasa datt út aftur í dag, í tíunda skiptið frá því Ísraelar réðust á Gasa. Að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna koma þessi sambandsleysi í veg fyrir dreifingu nauðsynlegra hjálpargagna og loka á samskipti Palestínumanna við umheiminn. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 25.295 Palestínubúar dáið í árásum Ísraela á Gasa og hafa meira en 60 þúsund særst. Ráðuneytið greinir ekki á milli almennra borgara og bardagamanna í þessum tölum en fullyrða að tveir þriðju séu konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar segja um 85 prósent af íbúum Gasa hafa verið hrakta af heimilum sínum og að einn af hverjum fjórum svelti. Palestínumenn grafa grafir fyrir skyldmenni sín við Nasser-spítalann.AP/Mohammed Dahman
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Ísrael Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira