Skoraði sjötíu stig og bætti met Chamberlains Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 08:30 Samherjar Joels Embiid fögnuðu honum vel og innilega eftir sjötíu stiga leikinn. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði sjötíu stig þegar Philadelphia 76ers sigraði San Antonio Spurs, 133-123, í NBA-deildinni í nótt. Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Embiid er níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar sjötíu stig eða meira í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain en hann skoraði hundrað stig í sigri Philadelphia Warriors á New York Knicks, 169-147, 2. mars 1962. Chamberlain lék með Sixers hluta af ferlinum og átti metið yfir flest stig í einum leik í sögu félagsins (68), allt þar til Embiid sló það í nótt. „Að vera nefndur í sömu andrá og Wilt er frekar svalt. Þetta var bara frábært kvöld. Ég var í stuði. Eins og ég hef sagt spila ég með óeigingjörnum leikmönnum og þeir héldu áfram að gefa á mig og ég kláraði færin,“ sagði Embiid eftir leikinn. Auk þess að skora sjötíu stig tók Embiid átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur boðið upp á slíka tölfræðilínu í einum og sama leiknum. Embiid hitti úr 24 af 41 skoti sínu utan af velli í leiknum í nótt og skoraði 21 stig af vítalínunni. Hann komst upp í sjötíu stig þegar hann skoraði með sniðsskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. AN HISTORIC 70-POINT NIGHT FOR JOEL EMBIID 76ers franchise record 9th player in NBA history to score 70+ A new career high70 PTS, 18 REB, 24/41 FGM, 21/23 FTM pic.twitter.com/gDKY2E9bVA— NBA (@NBA) January 23, 2024 Embiid er stigahæstur í NBA í vetur með 36,1 stig að meðaltali í leik. Hann er því á góðri leið með að verða stigakóngur deildarinnar þriðja árið í röð. Sixers, sem hefur unnið sex leiki í röð, er í 3. sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og þrettán töp.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum