Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 10:15 Ísraelskir hermenn við Khan Younis. Ísraelski herinn Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03