Gleðin var við völd hjá Íslendingum í Lanxess Arena eftir að Íslandi tókst í fyrsta sinn að vinna Króatíu á stórmóti, og það eftir mikil áföll.
Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson fóru yfir málin og fengu óvæntan ölsopa til að skála fyrir sigrinum góða.
Ísland á nú möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna og raunar er enn fjarlægur möguleiki á að liðið jafni árangurinn frábæra frá síðasta EM, þegar liðið endaði í 6. sæti mótsins. Sigurinn í gær minnti menn einmitt á það mót.
Þátt dagsins má sjá hér að neðan.
Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.