Manninum er gefið að sök að hafa sent konunni samtals 240 kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram, og reyna að ná sambandi við hana með mynd- eða hljóðskilaboðum í 58 skipti.
Hann er einnig ákærður fyrir að reyna að hringja í konuna 156 sinnum á öllum tíma sólarhrings. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda konunni hræðslu.
Málið er tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands, en konan krefst tveggja milljóna króna í miskabætur.