Innlent

Enn rís Mið­flokkurinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm

Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala og fer úr 17,3 prósenta fylgi í desember í 16,6 prósent í janúarkönnuninni. Sé tillit tekið til vikmarka skarast fylgi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ekki og er munurinn því marktækur ellefta mánuðinn í röð.

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna stendur í stað milli mælinga og er nú 32,6 prósent.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? (fylgi í desember 2023 er innan sviga)

  • Samfylkingin: 25,7 prósent (26,3 prósent)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 16,6 prósent (17,3 prósent)
  • Miðflokkurinn: 11,8 prósent (9,4 prósent)
  • Viðreisn: 11,7 prósent (12,2 prósent)
  • Framsóknarflokkurinn: 10,3 prósent (9,9 prósent)
  • Píratar: 7,6 prósent (8,1 prósent)
  • Flokkur fólksins: 6,5 prósent (6,8 prósent)
  • Vinstri græn: 5,7 prósent (5,6 prósent)
  • Sósíalistaflokkurinn: 4,1 prósent (4,3 prósent)

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar af á landinu og á aldrinum átján ára og eldri. Könnunin fór fram dagana 10. til 15. janúar 2024 og voru svarendur 1.936 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×