Óþolandi öll þessi valdníðsla Inga Sæland skrifar 23. janúar 2024 12:01 Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu Flokks fólksins um hagsmunafulltrúa eldra fólks. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti m.a. hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.” Nú, tæpum tveimur árum frá því að skilafrestur starfshópsins rann út erum við ennþá að bíða eftir frumvarpi um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Ráðherrann tjáði Alþingi það kinnroðalaust að hann teldi starfshóp sinn tróna yfir vilja löggjafans og þar með ákvað hann að það væri ástæðulaust að leggja fram frumvarp enda ótímabært að koma með einhvern hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk. Það er afar mikilvægt að stofna sjálfstætt embætti sem hafi það hlutverk að gæta að hagsmunum eldra fólks, veita því aðstoð og kortleggja stöðu þess. Með aldrinum fylgja ýmsar áskoranir og áhættan á t.d. félagslegri einangrun eykst. Undanfarin ár hefur dregist úr staðbundinni þjónustu og vægi fjarþjónustu hjá bæði hinu opinbera og fyrirtækjum almennt hefur aukist. Sú þróun hefur leitt til þess að eldra fólk, sem á erfitt með að sækja þjónustu í gegnum netið, og vill helst fá að ræða við sinn þjónustufulltrúa, lækni, félagsráðgjafa, o.s.frv., augliti til auglitis upplifir nú gífurlega skerðingu á lífsgæðum. Það er ómetanlega mikilvægt að tryggja eldra fólki þá auknu réttarvernd sem felst í stofnun embættis hagsmunafulltrúa. Með yfirgengilegri valdníðslu, þar sem framkvæmdarvaldið réðst enn eina ferðina gegn skýrum vilja löggjafans, tók ráðherrann embætti hagsmunafulltrúans og henti því í ruslið. Þetta gerði hann þrátt fyrir að skýrt komi fram í þingsályktunartillögu Flokks fólksins að starfshópur skipaður af ráðherra skyldi „semja frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks“ fyrir 1. apríl 2022. Til hvers erum við með þinglega meðferð mála ef ráðherrar bera enga virðingu fyrir störfum Alþingis? Við getum bara sleppt því að halda þingfundi ef ráðherrar ætla að beita valdníðslu og troða undir fótum skýran vilja löggjafans. Hvert er lýðræðið komið þegar ráðherrar fá ítrekað að brjóta lög án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Það er ekki að furða þó virðing og traust almennings gagnvart Alþingi og störfum þess fari þverrandi, þegar ráðherrarnir sjálfir sýna þinginu algjört virðingarleysi. Um leið og ég skora á ráðherrann, Guðmund Inga Guðbrandsson, að koma inn í þingið með frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks eins og löggjafinn hefur þegar samþykkt einróma. þá vil ég hvetja framkvæmdarvaldið, þ.e. ráðherrana, til að fylgja 2.gr. stjórnarskrárinnar sem kveður skírt á um þrískiptingu ríkisvalds, en ekki ganga um hana eins og marklaust plagg. Við í Flokki fólksins munum ekki leyfa þeim að komast upp með slíka háttsemi átölulaust. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun