Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 16:06 Rúmlega þrjátíu sinnum fleiri smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra en árið 2022. EPA/HOTLI SIMANJUNTAK Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Talið er að þetta sé vegna þess að færri börn voru bólusett gegn mislingum á meðan faraldur Covid-19 var hvað fyrirferðarmestur. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, sagði að nærri því 21 þúsund manns hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús vegna mislinga og fimm hefðu dáið. Ástandið væri alvarlegt. „Bóluefni eru eina leiðin til að verja börn gegn þessum sjúkdómi sem getur reynst hættulegur,“ sagði Kluge samkvæmt frétt BBC. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur en í grein eftir Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, sem birt var á Vísindavefnum árið 2005 sagði hann mislinga vera óþægilegasta barnasjúkdóminn og þann hættulegasta af þeim sem valda útbrotum. Hann sagði sjúkdóminn geta haft alvarlega fylgikvilla. Þórólfur skrifaði þá einnig að sem betur fer væru mislingar í raun ekki lengur til hér á landi þar sem ungbörn hefðu verið bólusett gegn þeim í mörg ár. Árið 2019 kom þó upp mislingasmit hér á Íslandi og var það í fyrsta sinn frá því sjúkdómnum var útrýmt hér á landi. Þar var um að ræða barn sem talið er hafa smitast í Svíþjóð. WHO segir smit síðasta árs hafa náð til allra aldurshópa. Mislingar geta verið alvarlegir fyrir fólk á öllum aldri en dánartíðni er hæst hjá ungbörnum. Þeir hefjast oft með hita og útbrotum en fylgikvillar þeirra geta oft verið lungnabólga, heilahimnubólga, blinda og köst. Bóluefni gegn mislingum, hettustótt og rauðum hundum.AP/Elaine Thompson Áður en bóluefni við mislingum var búið til árið 1963 skullu faraldrar reglulega upp kollinum leiddu hundruð þúsunda til dauða á ári hverju. Í frétt BBC segir að tíðni bólusetninga fyrsta skammts MMR-bóluefnisins gegn mislingum hafi dregist saman úr 96 prósentum árið 2019 í 93 prósent árið 2022. Tíðini seinni skammtsins dróst einnig saman úr 92 prósentum í 91 prósent. Þessi tiltölulega litla fækkun þýðir að rúmlega 1,8 milljónir barna í Evrópu voru ekki bólusett gegn mislingum á þessum tveimur árum. Mislingar náðu útbreiðslu í bæ í Bretlandi í síðustu viku. Guardian segir áætlað að rúmlega 3,4 milljónir barna undir sextán ára aldri í Bretlandi séu ekki með mótefni við mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Rúmlega þrjú hundruð smit hafa greinst í Bretlandi frá 23. október til 15. janúar. Sambærileg staða er uppi á borðinu í Bandaríkjunum. Í frétt sem birt var á vef CNN í dag segir að tilfelli hafi greinst víðsvegar um Bandaríkin á undanförnum vikum. Í báðum löndum hefur tíðni bólusetninga barna gegn mislinum og öðrum sjúkdómum dregist saman um nokkur prósentustig á undanförnum árum.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira