Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum deildarbikarsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2024 22:00 Luis Diaz skoraði mark Liverpool Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 og Liverpool vinnur einvígið því samanlagt 3-2. Chelsea varð fyrst til að tryggja sig í úrslitin með stórsigri gegn B-deildarliði Middlesborough í gærkvöldi. Þetta verður í annað sinn á þremur árum sem Chelsea og Liverpool mætast í úrslitum deildarbikarsins en liðin léku til úrslita í bæði FA- og deildarbikarnum árið 2022. Báðir leikir enduðu með 0-0 jafntefli og sigri Liverpool eftir vítaspyrnukeppni. Í leik kvöldsins var það Luis Diaz sem opnaði markareikning Liverpool, hann tók boltann niður með bringunni eftir góða skiptingu yfir völlinn frá Jarrell Quansah, brunaði í átt að marki og skaut boltanum í nærhornið framhjá Bernd Leno, markverði Fulham. Joe Gomez komst nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í kvöld þegar langskot hans hafnaði í þverslánni í upphafi seinni hálfleiks. Andreas Pereira svaraði því fyrir Fulham með stangarskoti skömmu síðar eftir góða skyndisókn. Fulham sóttu áfram að marki Liverpool og Issa Diop jafnaði leikinn á 77. mínútu. Heimamenn héldu áfram að ógna alveg fram að síðasta flauti en tókst ekki að skora annað mark og knýja fram framlengingu. Lokaniðurstaða 1-1 jafntefli í leiknum, 3-2 sigur Liverpool í einvíginu. Enski boltinn
Liverpool er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 og Liverpool vinnur einvígið því samanlagt 3-2. Chelsea varð fyrst til að tryggja sig í úrslitin með stórsigri gegn B-deildarliði Middlesborough í gærkvöldi. Þetta verður í annað sinn á þremur árum sem Chelsea og Liverpool mætast í úrslitum deildarbikarsins en liðin léku til úrslita í bæði FA- og deildarbikarnum árið 2022. Báðir leikir enduðu með 0-0 jafntefli og sigri Liverpool eftir vítaspyrnukeppni. Í leik kvöldsins var það Luis Diaz sem opnaði markareikning Liverpool, hann tók boltann niður með bringunni eftir góða skiptingu yfir völlinn frá Jarrell Quansah, brunaði í átt að marki og skaut boltanum í nærhornið framhjá Bernd Leno, markverði Fulham. Joe Gomez komst nálægt því að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í kvöld þegar langskot hans hafnaði í þverslánni í upphafi seinni hálfleiks. Andreas Pereira svaraði því fyrir Fulham með stangarskoti skömmu síðar eftir góða skyndisókn. Fulham sóttu áfram að marki Liverpool og Issa Diop jafnaði leikinn á 77. mínútu. Heimamenn héldu áfram að ógna alveg fram að síðasta flauti en tókst ekki að skora annað mark og knýja fram framlengingu. Lokaniðurstaða 1-1 jafntefli í leiknum, 3-2 sigur Liverpool í einvíginu.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti