Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:35 Lungnaormur greindist í innfluttum hundi frá Svíþjóð. Tegund hundsins er ekki tilgreind í tilkynningu frá MAST og tengist hundurinn á myndinni fréttinni ekkert. Getty Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira