Íslensk djöflarokksplata seldist á 600 þúsund krónur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 09:44 Sveitin Flames of Hell er sveipuð dulúð. Einn þáttur í því er að ekki er til mynd af henni. Athygli var vakin á því á samfélagsmiðlum nýverið að í desember hafi vínyleintak af plötunni Fire and Steel með íslensku djöflarokkssveitinni Flames of Hell selst á 4.175 dollara á vínylplötuvefsíðunni Discogs, en það nemur um 570 þúsund íslenskum krónum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu. Tónlist Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirliti yfir dýrustu seldu plötur í desember á Discogs. Ekki er hægt að halda því fram með fullri vissu að þetta sé dýrasta plata Íslandssögunnar en þó er hægt að leiða líkum að því. Sama plata hefur áður selst á Ebay fyrir kringum fjögur þúsund dollara og platan The Entity með dauðarokkssveitinni Sororicide seldist árið 2009 fyrir um hálfa milljón króna. Einnig eru plötur Thor’s Hammer (Hljóma), Náttúru, Trúbrots, Icecross og Svanhvítar alræmdar fyrir að seljast á háu verði, þó sjaldan yfir 100 þúsund krónum. Flest við plötuna og sveitina er sveipað dulúð, sem hefur örugglega kynt undir því hversu verðmæt platan er talin. Fire and Steel er sögð gefin út árið 1987 en Addi í Sólstöfum hefur það eftir trommaranum Jóhanni Richardssyni, eða Jóa Motorhead, að hún hafi í raun komið út árið 1989, í spjalli um plötuna í þungarokksþættinum Stokkið í eldinn. Spjallið um Flames of Hell hefst eftir um klukkustund og tólf mínútur af þættinum. Auk Jóa mynda sveitina Nicolai-bræðurnir Sigurður og Steinþór, og sá þriðji, Kristinn Nicolai, hannaði umslagið fyrir Fire and Steel. Platan var gefin út í Frakklandi og var aldrei til sölu hérlendis. Óvíst er hversu mörg eintök eru til af henni, en sagan segir að hluti upprunalega upplagsins hafi verið eyðilagður. Platan ku vera eyland í íslenskri tónlistarsögu á þessum tíma og á undan sinni samtíð. Ólíklegt þykir að Flames of Hell sé undir áhrifum sambærilegra sveita sem komu fram á svipuðum tíma erlendis, og er sveitin jafnframt líklega sú fyrsta hérlendis sem spilar svo sataníska rokktónlist. Platan er tekin upp í hljóðverinu Gný sem staðsett var í kjallara KFUM og K við Holtaveg, sem kann að hafa samræmst kristnum gildum samtakanna nokkuð illa. Í umræðu um sveitina á samfélagsmiðlum er fullyrt að önnur óútgefin hljóðversplata sé til með henni en ólíklegt sé að hún líti nokkurn tímann dagsins ljós. Tónspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræddi málið í Morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum. Hér að neðan má hlýða á plötuna alræmdu.
Tónlist Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira