Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2024 20:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ræddu stöðu ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarp um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands síðast liðið haust. Fyrstu umræðu lauk hinn 9. október og var samþykkt með rúmum meirihluta, eða 43 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þingmanna Flokks fólksins. Málið var sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem kallað hefur fjölda gesta til sín og nú rætt málið í fimmtán vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni með mestu fyrirvarana. Þetta er eitt af lykilmálum forsætisráðherra og stofnunin sett á laggirnar til að „efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ eins og segir í frumvarpinu. Mannréttindastofnun á að vera sjálfstæð stofnun og óháð fyrirmælum frá öðrum, þar með talið Alþingi. Kveðið er á um hana í stjórnarsáttmála enda stofnuninni ætlað að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn almennt á móti fjölgun ríkisstofnana.Stöð 2/Arnar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á Pallborðinu í dag ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur Vinstri grænum. Diljá, er það ekki svolítið að stíga á skottið á forsætisráðherranum sjálfum að taka þetta mál til mikillar ígrundunnar og skoðunar? „Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það. Þarna er auðvitað um að ræða fyrirkomulag, stofnun nýrrar ríkisstofnunar. Og eitt af því sem við erum að horfa fram á núna, eins og hver ráðamaðurinn á fætur öðrum hefur talað fyrir á undanförnum dögum, er forgangsröðun í ríkisfjármálum. Og það er ýmislegt sem mun koma til skoðunar,“ sagði Diljá Mist. Já, ég myndi skilja það ef þetta væri að poppa upp í huga Katrínar í fyrradag. En þetta er í stjórnarsáttmálanum. „Þetta mál er þannig vaxið að þarna er verið að setja á fót stofnun til að árétta alþjóðlegar skuldbindingar. Ég skal ekki segja hvernig það mál fer svo að endingu." Er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að málið fái afgreiðslu í þinginu? „Sjálfstæðisflokkurinn er bara gegnumgangandi og heilt á móti því að setja á fót nýjar ríkisstofnanir. En eins og þú bendir á þá er þetta í stjórnarsáttmála þannig að ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það finnst farsæl lausn á þessu máli,“ sagði Diljá. Bjarkey Olsen sagði þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir því að fá málið úr nefnd og til afgreiðslu þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir að frumvarp forsætisráðherra um Mannréttindastofnun verði afgreitt út úr nefnd.Stöð 2/Arnar „Þetta er auðvitað til að uppfylla ákveðnar alþjóðlegar skuldbindingar. Þannig að þetta er ekki bara einhver stofnun sem á að stofna eða setja á fót. Ég hefði viljað sjá það vera komið inn í þing aftur. Ég bara játa það. Ég tel að það sé búið að fá talsverðan tíma og vel góðan tíma inni í nefndinni til umfjöllunar. Þannig að ég ætla ekki að leyna því að ég vona svo sannarlega að það fari að koma til þingsins þannig að við getum tekið áfram afstöðu til þess. Og þessi stofnun verði að veruleika fyrir vorið,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08 Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarp um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands síðast liðið haust. Fyrstu umræðu lauk hinn 9. október og var samþykkt með rúmum meirihluta, eða 43 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þingmanna Flokks fólksins. Málið var sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem kallað hefur fjölda gesta til sín og nú rætt málið í fimmtán vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni með mestu fyrirvarana. Þetta er eitt af lykilmálum forsætisráðherra og stofnunin sett á laggirnar til að „efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ eins og segir í frumvarpinu. Mannréttindastofnun á að vera sjálfstæð stofnun og óháð fyrirmælum frá öðrum, þar með talið Alþingi. Kveðið er á um hana í stjórnarsáttmála enda stofnuninni ætlað að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn almennt á móti fjölgun ríkisstofnana.Stöð 2/Arnar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á Pallborðinu í dag ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur Vinstri grænum. Diljá, er það ekki svolítið að stíga á skottið á forsætisráðherranum sjálfum að taka þetta mál til mikillar ígrundunnar og skoðunar? „Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það. Þarna er auðvitað um að ræða fyrirkomulag, stofnun nýrrar ríkisstofnunar. Og eitt af því sem við erum að horfa fram á núna, eins og hver ráðamaðurinn á fætur öðrum hefur talað fyrir á undanförnum dögum, er forgangsröðun í ríkisfjármálum. Og það er ýmislegt sem mun koma til skoðunar,“ sagði Diljá Mist. Já, ég myndi skilja það ef þetta væri að poppa upp í huga Katrínar í fyrradag. En þetta er í stjórnarsáttmálanum. „Þetta mál er þannig vaxið að þarna er verið að setja á fót stofnun til að árétta alþjóðlegar skuldbindingar. Ég skal ekki segja hvernig það mál fer svo að endingu." Er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að málið fái afgreiðslu í þinginu? „Sjálfstæðisflokkurinn er bara gegnumgangandi og heilt á móti því að setja á fót nýjar ríkisstofnanir. En eins og þú bendir á þá er þetta í stjórnarsáttmála þannig að ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það finnst farsæl lausn á þessu máli,“ sagði Diljá. Bjarkey Olsen sagði þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir því að fá málið úr nefnd og til afgreiðslu þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir að frumvarp forsætisráðherra um Mannréttindastofnun verði afgreitt út úr nefnd.Stöð 2/Arnar „Þetta er auðvitað til að uppfylla ákveðnar alþjóðlegar skuldbindingar. Þannig að þetta er ekki bara einhver stofnun sem á að stofna eða setja á fót. Ég hefði viljað sjá það vera komið inn í þing aftur. Ég bara játa það. Ég tel að það sé búið að fá talsverðan tíma og vel góðan tíma inni í nefndinni til umfjöllunar. Þannig að ég ætla ekki að leyna því að ég vona svo sannarlega að það fari að koma til þingsins þannig að við getum tekið áfram afstöðu til þess. Og þessi stofnun verði að veruleika fyrir vorið,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08 Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08
Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48
Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29
Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent