Sádi-Arabar opna fyrstu áfengisverslunina í sjötíu ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 22:31 Verslunin verður í höfuðborginni Riyadh. EPA Til stendur að opna fyrstu áfengisverslunina í Sádi-Arabíu í meira en sjötíu ár. Þar mun diplómötum sem ekki eru múslimar standa til boða að versla sér áfengi í hóflegu magni. Sádi-arabísk yfirvöld segja verslunina munu koma í veg fyrir ólöglega flutninga áfengis inn í landið. Diplómatar eru sagðir hafa lengi staðið fyrir slíkum flutningum, heimamönnum til ama. Áfengisneysla hefur verið ólögleg í Sádi-Arabíu frá árinu 1952, þegar einn sona Abdulaziz konungs skaut breskan diplómat til bana þegar hann var drukkinn. Nýja áfengisverslunin verður staðsett í sérstöku diplómatahverfi í höfuðborginni Riyadh þar sem sendiráð eru staðsett og diplómatar búsettir. Einungis þeim sem ekki eru múslimatrúaðir mun bjóðast að versla við áfengisverslunina. Ekki liggur fyrir hvort öðrum en diplómötum mun bjóðast að versla þar. Kaupendum verður einnig gert að versla ekki áfengi umfram tilsettan mánaðarlegan kvóta. Viðskiptavinir munu þurfa að skrá sig inn á forrit og fá leyfi hjá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu ætli þeir að versla við búðina, samkvæmt heimildum Reuters. Opnun verslunarinnar er sögð stórt skref í átt að aukinni ferðamennsku og viðskiptum í landinu. Þá er hún hluti af Saudi Vision 2030 áætluninni, en í henni felst þróun í átt að félagslegri, efnahagslegri og menningarlegri fjölbreytni. Reuters hefur eftir heimildum að verslunin opni á næstu vikum. Sádi-Arabía Áfengi og tóbak Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Sádi-arabísk yfirvöld segja verslunina munu koma í veg fyrir ólöglega flutninga áfengis inn í landið. Diplómatar eru sagðir hafa lengi staðið fyrir slíkum flutningum, heimamönnum til ama. Áfengisneysla hefur verið ólögleg í Sádi-Arabíu frá árinu 1952, þegar einn sona Abdulaziz konungs skaut breskan diplómat til bana þegar hann var drukkinn. Nýja áfengisverslunin verður staðsett í sérstöku diplómatahverfi í höfuðborginni Riyadh þar sem sendiráð eru staðsett og diplómatar búsettir. Einungis þeim sem ekki eru múslimatrúaðir mun bjóðast að versla við áfengisverslunina. Ekki liggur fyrir hvort öðrum en diplómötum mun bjóðast að versla þar. Kaupendum verður einnig gert að versla ekki áfengi umfram tilsettan mánaðarlegan kvóta. Viðskiptavinir munu þurfa að skrá sig inn á forrit og fá leyfi hjá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu ætli þeir að versla við búðina, samkvæmt heimildum Reuters. Opnun verslunarinnar er sögð stórt skref í átt að aukinni ferðamennsku og viðskiptum í landinu. Þá er hún hluti af Saudi Vision 2030 áætluninni, en í henni felst þróun í átt að félagslegri, efnahagslegri og menningarlegri fjölbreytni. Reuters hefur eftir heimildum að verslunin opni á næstu vikum.
Sádi-Arabía Áfengi og tóbak Trúmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira