Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 08:33 Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í upplýsingum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið úr útgefnum kaupsamningum og segir frá á heimasíðu stofnunarinnar. Fram kemur að hlutfall íbúða sem hafi selst yfir ásettu verði hafi tekið viðsnúning frá apríl 2022, þegar eftirspurnarþrýstingur hafi verið mikill á húsnæðismarkaði. Í þeim mánuði gafu meirihluti íbúða í flestum póstnúmerum á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. „Síðastliðinn nóvember hafði hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði svo lækkað niður í 13,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu, en íbúðir í póstnúmerum 107, 101 og 111 hafa gengið kaupum yfir ásettu verði um og yfir 20 prósent tilvika síðastliðna þrjá mánuði. Í nágrenni höfuðborgarsvæðis hafa 6,8 prósent íbúða gengið kaupum og sölum yfir ásettu verði síðastliðna þrjá mánuði. Íbúðir í Reykjanesbæ hafa í yfir 15 prósent tilvika gengið kaupum yfir ásettu verði á umræddu tímabili. Annars staðar á landinu er hlutfallið 8,7 prósent. HMS Markaðurinn í meira jafnvægi en árið 2022 Lægra hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði eru vísbendingar um að húsnæðismarkaðurinn sé í meira jafnvægi þessa stundina en árið 2022. Svipaðar vísbendingar eru að finna í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Samkvæmt skýrslunni hefur svokallaður birgðartími íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem mælir hversu hratt núverandi framboð íbúða myndi seljast upp, aukist úr tæplega 1 mánuði árið 2022 upp í 4 mánuði í nóvember síðastliðnum. Almennt þykir birgðartími á bilinu 3 til 6 mánuðir merki um heilbrigðan markað sem er hvorki á valdi kaupenda né seljenda,“ segir á vef HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54 Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Óumflýjanleg hækkun húsnæðisverðs fari eftir útfærslum Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir áhrif á þenslu og verðbólgu meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23. janúar 2024 20:00
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. 23. janúar 2024 13:54
Söluminnsta fasteignaár í tæpan áratug Árið í ár var það söluminnsta á fasteignamarkaðinum frá árinu 2014. Þetta segir Páll Pálsson fasteignasali í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 28. desember 2023 23:22