Innlent

Mynd­band: Eldingum laust niður á höfuð­borgar­svæðinu

Árni Sæberg skrifar
Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni.
Eldingin sást greinilega í vefmyndavélinni. Skjáskot/Live from Iceland

Upptökur úr vefmyndavélum á Perlunni sýna tvær öflugar eldingar, sem laust niður vestan við Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun.

Líkt og varað var við í gær fylgdi þrumuveður storminum sem gekk yfir í nótt og í morgun. Þrumur vöktu lesanda Vísis um klukkan 06:20 í gær og hann ákvað að kíkja á vefmyndavélar Live from Iceland, sem eru ofan á Perlunni í Öskjuhlíð.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá tvær eldingar sem sáust á vefmyndavélinni sem snýr í vestur. Athugið að hægt hefur verið á myndefninu og það klippt saman:


Tengdar fréttir

„Heiðar­legur stormur“ sem er að ná há­marki

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Veðrið mun ná hámarki um sjö eða átta vestan til en aðeins seinna austan lands. Veðurfræðingur á von á því að versta veðrið verði búið þegar fólk fer til vinnu vestantil á landinu, en ekki austantil. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×