Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 16:20 Remy Martin komst lítið áleiðis á móti Valsvörninni. Vísir/Hulda Margrét Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira