Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 16:19 Ísraelskir hermenn virða fyrir sér hús á Gasaströndinni. Hermenn hafa birt myndbönd af sér jafna hús við jörðu á undanförnum vikum. AP/Maya Alleruzzo Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14
Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15