Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:00 María Björk festist í lyftu á heimili sínu í rafmagnsleysinu í Reykjavík í dag. Aðsend María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira