Lyon skoraði sjö en Barcelona aðeins tvö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 22:11 Ada Hegerberg fagna öðru marka sinna í kvöld. @OLfeminin Lyon og Barcelona unnu þægilegra sigra í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigur Lyon var þó heldur þægilegri en sigur Börsunga sem hafa átt betri dag fyrir framan markið. Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Ekki nóg með að Barcelona væri komið áfram þegar leikur kvöldsins gegn Eintracht Frankfurt í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu hófst heldur var liðið einnig búið að tryggja sér sigur í A-riðli. Hvort um kæruleysi hafi verið að ræða verður ósagt látið en Barcelona komst yfir á 19. mínútu með marki Patricia Guijarro. Það reyndist eina mark leiksins þangað til á þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá bætti Caroline Graham við marki eftir sendingu Lucy Bronze og þar við sat, lokatölur 2-0. She looks up. She sees the target. She fires. Caroline Graham Hansen doubles Barca's lead. Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/q1NOEEF7pM— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Börsungar eru með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum, Benfica er í 2. sæti með átta stig og er sömuleiðis komið áfram í 8-liða úrslit. Frankfurt er í 3. sæti með fjögur stig á meðan Rosengård, lið Guðrúnar Arnardóttur, rekur lestina með eitt stig. Í B-riðli var Lyon komið áfram en baráttan um toppsætið þó enn á lífi eftir sigur Brann og Natöshu Anasi-Erlingsson fyrr í kvöld. Lyon sótti St. Pölten heim og sýndi sínar bestu hliðar. Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu í raun út um leikinn en staðan var 0-3 í hálfleik. Ada Hegerberg hafði þá skorað tvennu og Sara Dabritz skoraði eitt og lagði upp annað. Þá var Damaris Berta Egurrola Wienke með tvær stoðsendingar. Vanessa Gilles bætti fjórða markinu við, Dzsenifer Marozsan því fimmta og Kadidiatou Diani því sjötta áður en Dabtriz veitti heimaliðinu náðarhöggið, lokatölur 0-7. Sara Däbritz finding the top corner for Lyon to lead7 -0 !Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/0Wi9piqY1a— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Lyon nú á toppi B-riðils með 13 stig, þremur meira en Brann þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir koma Slavia Prag með fjögur stig og St. Pölten með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira