Innlent

Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stefán Eiríksson, Magga Stína og Baldur Þórhallsson eru gestir Pallborðsins að þessu sinni
Stefán Eiríksson, Magga Stína og Baldur Þórhallsson eru gestir Pallborðsins að þessu sinni visir/arnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Krafa um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna Ísraels hefur verið hávær síðustu vikur og mánuði. Umdeild tilkynning RÚV um að lokaákvörðun í málinu verði tekin eftir Söngvakeppnina í mars hleypti nýju lífi í umræðuna í vikunni. Og þá flækir það stöðuna enn frekar að Palestínumaðurinn Bashar Murad verði á meðal þátttakenda í téðri Söngvakeppni, eins og Vísir sagði frá í fyrradag.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona og aðgerðasinni, og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur ræða þetta hitamál í beinni útsendingu í Pallborðinu. 

Við förum yfir þá sérkennilegu stöðu sem upp er komin í aðdraganda keppninnar, fáum viðbrögð aðgerðasinna við tilkynningu RÚV og þátttöku Bashars Murad og reynum að svara því hvaða þýðingu sniðganga hefði fyrir Ísland á alþjóðasviðinu. Pallborðið í beinni útsendingu hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×